30.10.2016
Félagið gerði samning um endurskoðun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum að loknu útboði í lok árs 2015.
30.10.2013
Nýr rammasamningur Ríkiskaupa tók gildi þann 4.október 2013 s.l. og eru Íslenskir endurskoðendur ehf aðilar að þeim samningi ásamt 11 öðrum endurskoðunarfyrirtækjum hérna á Íslandi.
08.01.2013
Sævar Þór Sigurgeirsson bættist í hluthafahópinn í lok árs 2012. Sævar hefur víðtæka reynslu af endurskoðun og reikningsskilum og mun reynsla hans nýtast vel í störfum fyrir félagið. Við bjóðum Sævar velkominn í hópinn.
14.12.2012
Sturla Jónsson er nú hættur störfum fyrir Íslenska endurskoðendur ehf og horfinn úr hluthafahópi félagsins en Guðni Þ. Gunnarsson endurskoðandi og hluthafi hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá félaginu.
06.04.2012
Íslenskir endurskoðendur eru nú aðilar að alþjóðlegu neti lítilla og meðalstórra endurskoðunarfyrirtækja CH International.
19.01.2012
Guðni Þór Gunnarsson bættist í eigandahóp Íslenskra endurskoðenda ehf þann 15. des sl. Eru þá eigendur Íslenskra endurskoðenda ehf orðnir 12 talsins og eru allir löggiltir endurskoðendur.
11.11.2011
Sturla Jónsson, endurskoðandi hjá Íslenskum endurskoðendum ehf var kosinn varaformaður FLE á aðalfundi félagsins 4. nóvember s.l.
30.05.2011
Íslenskir endurskoðendur hafa komið á fót sérstakri Descartes notendaþjónustu. Descartes er endurskoðunarhugbúnaður sem innleiddur hefur verið hér af landi af nokkrum minni endurskoðunarfyrirtækjum og einyrkjum.
26.04.2011
Sturla Jónsson, endurskoðandi hjá Íslenskum endurskoðendum í Reykjavík, hélt erindi á Endurskoðunardegi FLE þann 16. apríl sl. Erindi Sturlu bar yfirskriftina \"Er unnt að beita alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum við endurskoðun lítilla og meðalstórra fyrirtækja?\"
19.04.2011
Gunnlaugur Kristinsson endurskoðandi hjá Íslenskum endurskoðendum á Akureyri hefur skrifað grein um endurútreikning gengistryggðra lána og blásið þannig þörfu lífi í þá umræðu. Hafa fjölmiðlar, þingmenn og ýmsir hagsmunaðilar vakið athygli á grein Gunnlaugs..