Sturla Jónsson, endurskoðandi hjá Íslenskum endurskoðendum ehf. var kosinn varaformaður FLE, Félags löggiltra endurskoðanda, á aðalfundi félagsins 4. nóvember s.l. Er um nokkuð veigamikið embætti að ræða innan félagsins og er hefð fyrir því að það sé undanfari formannsembættisins.
Eiga Íslenskir endurskoðendur fleiri fulltrúa í nefndum á vegum félagsins en í álitsnefnd félagsins var kosinn Eymundur Einarsson. Fyrir voru Björn Björgvinsson í uppstillingarnefnd og Ómar Kristjánsson í menntunarnefnd og halda þeir áfram störfum sínum. Magnús G. Benediktsson vék úr stjórn en hefð er fyrir því að hvert endurskoðunarfyrirtæki eigi eingöngu einn fulltrúa í stjórn félagsins á hverjum tíma.
Við óskum Sturlu til hamingju með embættið og honum og öðrum fulltrúum Íslenskra endurskoðenda velfarnaðar í starfi.