Sturla Jónsson, endurskoðandi hjá Íslenskum endurskoðendum í Reykjavík, hélt erindi á Endurskoðunardegi FLE þann 16. apríl sl. Erindi Sturlu bar yfirskriftina "Er unnt að beita alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum við endurskoðun lítilla og meðalstórra fyrirtækja?"
Í erindi sínu fjallaði Sturla um umhverfi endurskoðunar og þá sérstaklega frá sjónarhóli minni endurskoðunarfyrirtækja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Fór Sturla um víðan völl í umfjöllun sinni þar sem hann ræddi um umhverfi endurskoðunar hér á landi, bar saman endurskoðunarskyldu í ríkjum Evrópu við sambærilegar reglur hér á landi, ræddi um þær breytingar sem innleiðing alþjóðlegra endurskoðunarstaðla mun hafa á íslenska endurskoðendur og minni endurskoðunarfyrirtæki og ræddi um nokkur tól sem gera endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla einfaldara verkefni en ella væri.
Erindi Sturlu má finna í heild sinni hér.