Þann 16. apríl 2011 var hluthafafundur hjá Íslenskum endurskoðendum ehf þar sem heimasíða félagsins var opnuð formlega auk þess sem markaðsefni var kynnt. Einnig voru teknir inn tveir nýjir hluthafar sem ekki voru hluti af upprunalegum stofnendahópnum frá því í janúar 2011, þeir Bjarki Bjarnason á Ísafirði og Magnús G. Benediktsson í Reykjavík. Með Bjarka sem viðbót við hluthafahópinn hafa nú Íslenskir endurskoðendur starfsstöðvar víðsvegar um land, í Reykjavík, í Hafnarfirði, í Garðabæ, á Ísafirði og á Akureyri.
Mikill einhugur ríkti í hluthafahópnum og bjartsýni um framtíð fyrirtækisins.